Páskaeggin við það að klárast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 15:20 Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. „Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“ Páskar Neytendur Verslun Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“
Páskar Neytendur Verslun Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira