Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 08:55 Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin fara fram. AP/Jim Mone Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira