Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2021 23:26 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Einar Árnason Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Á nýliðinni loðnuvertíð fengu íslensk skip 55 prósent af loðnukvótanum. 45 prósent kvótans fóru til norskra, grænlenskra og færeyskra skipa. Endanlegur kvóti reyndist 127 þúsund tonn en af honum fóru 57 þúsund tonn til erlendra skipa. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Við erum ekki sátt við það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 segir hann samninginn við Norðmenn mjög sérkennilegan; að Íslendingar séu að versla loðnu í eigin lögsögu fyrir þorsk í Barentshafi. Fréttir voru í byrjun vertíðar í ár um að íslenskar vinnslustöðvar væru að kaupa loðnu af norskum skipum sem þau veiddu í íslenskri lögsögu fyrir vel yfir 200 krónur kílóið. Skipstjórar íslenskra skipa eru svekktir að sjá kannski tíu milljarða króna loðnuverðmæti falla til erlendra útgerða. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason „Allt of mikið,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK. „Ágætt fyrir þá sem eru að veiða þorsk, sjálfsagt.“ „Við erum í raun og veru að fá ekki nema 55 prósent af heildaraflanum. Við vorum að fá 78 prósent af aflanum áður. Þetta er svolítið umhugsunarefni,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE.Vísir/Egill Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir nágrannaþjóðir í gegnum strandríkjasamning um loðnustofninn eiga sína hlutdeild í loðnunni. „En síðan aftur á móti svekkir það okkur dálítið – við erum með gamlan samning um Barentshafið, eftir að Íslendingar hættu að veiða þorsk í Smugunni, þá sömdum við um að fá að veiða í Barentshafinu – sem okkur finnst halla töluvert orðið mikið á Íslendinga í. Þeir fá gríðarlega mikið af loðnu. Og núna eftir að loðnukvótar eru orðnir þetta litlir þá hafa bara verðmætin margfaldast í loðnunni. Þannig að það hallar orðið mjög á Íslendinga í þeirri jöfnu,“ segir Gunnþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sjávarútvegur Noregur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56
Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44