Hásinin hjálpaði Söru að forðast smit: „Er hvort sem er í hálfgerðri sóttkví“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir stillir sér upp í myndatöku fyrir UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu. Getty/Tullio Puglia „Ég er bara góð. Ég er alla vega ekki með Covid,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta. Hún vonast til þess að langvinn meiðsli í hásin hafi hjálpað henni að forðast kórónuveirusmit. Fjórir samherjar Söru úr franska meistaraliðinu Lyon greindust með kórónuveirusmit í gær. Stórleik liðsins við erkifjendurna í PSG, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var því frestað um óákveðinn tíma en hann átti að fara fram á morgun. Vegna meiðsla var ljóst að Sara yrði ekki með á morgun. Hún fer í smitpróf á morgun til að ganga úr skugga um að hún hafi ekki smitast af veirunni í gegnum einhver þeirra sex (fimm leikmenn og einn úr starfsliði) sem smitast hafa hjá Lyon síðustu daga. „Þegar fyrsta smitið kom upp þá var það í útileik gegn Dijon. Ég var ekki með liðinu þá, svo ég hef sloppið hingað til,“ segir Sara í samtali við Vísi í dag. Hún segir hina smituðu liðsfélaga sína ekki hafa fundið fyrir sérstökum einkennum enn sem komið er. „Við förum allar í test í fyrramálið og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður. Ég veit ekki hvernig þetta virkar varðandi sóttkví, sérstaklega þar sem ég er ekki búin að vera í kringum liðið núna. En svo er „lockdown“ hérna í Lyon svo að maður er hvort sem er í hálfgerðri sóttkví. Það eina sem breytist er að liðið getur ekki æft saman,“ segir Sara og bætir við: „Við megum reikna með því að liðið geti ekki æft næstu daga. Við fáum send tæki og tól heim til okkar svo að við getum æft einar í alla vega 5-7 daga.“ Lyon varð Evrópumeistari í fyrra. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark úrslitaleiksins og innsiglaði sigurinn, gegn sínu gamla liði Wolfsburg.EPA-EFE/Gabriel Bouys Brátt tekur við landsleikjahlé en Sara hafði þegar þurft að hætta við að fara til móts við íslenska landsliðið vegna meiðsla sinna. Smitin hafa því ekki áhrif þáttöku hennar en liðsfélagar hennar gætu misst af landsleikjum: „Félagið hefði alltaf leyft mér að fara, alla vega áður en þetta kom upp. Ég veit ekki hvernig þetta verður núna hjá þeim okkar sem áttu að vera að fara í landsliðsverkefni,“ segir Sara. Hásinin angrað Söru síðan á gervigrasinu í Malmö Eins og fyrr segir hafa meiðsli í hásin verið að angra Söru. Hún sat á varamannabekknum þegar Lyon vann 1-0 útisigur gegn PSG í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni og var ekki með í 3-0 útisigri gegn Dijon á laugardaginn. Þessi hásinarmeiðsli hafa fylgt Söru í mörg ár og urðu meðal annars til þess að hún varð að fara af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018, þegar hún var leikmaður þýska félagsins Wolfsburg. Áður en Sara fór til Þýskalands var hún leikmaður Malmö og Rosengård árin 2011-2016. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur þetta angrað mig síðan ég var í Malmö í Svíþjóð, á gervigrasinu. Ekki eins mikið og núna en ég fann alveg fyrir þessu þá. Þetta varð svo meira með auknu álagi í Þýskalandi, og ég byrja að finna til í hásininni þegar það eru margir leikir á stuttum tíma,“ segir Sara. „Ég hef verið til skiptis á æfingum og í sjúkraþjálfun undanfarið. Það er verið að passa upp á álagið eins og ég er vön að þurfa að gera á þessum tímapunkti á leiktíðinni,“ segir Sara, en gæti hún spilað leikinn við PSG verði leikurinn settur á eftir landsleikjahléið, upp úr miðjum apríl? „Það verður bara að koma í ljós. Maður gerir allt til að geta spilað og ég er í góðum höndum hérna úti. Vonandi hjálpar það mér að fá þennan tíma. Þetta er svolítið upp og niður hjá mér. Mér líður vel einn daginn en svo er ég mjög slæm hinn daginn. Þetta er pirrandi, og hefur verið svona í langan tíma.“ Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Fjórir samherjar Söru úr franska meistaraliðinu Lyon greindust með kórónuveirusmit í gær. Stórleik liðsins við erkifjendurna í PSG, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var því frestað um óákveðinn tíma en hann átti að fara fram á morgun. Vegna meiðsla var ljóst að Sara yrði ekki með á morgun. Hún fer í smitpróf á morgun til að ganga úr skugga um að hún hafi ekki smitast af veirunni í gegnum einhver þeirra sex (fimm leikmenn og einn úr starfsliði) sem smitast hafa hjá Lyon síðustu daga. „Þegar fyrsta smitið kom upp þá var það í útileik gegn Dijon. Ég var ekki með liðinu þá, svo ég hef sloppið hingað til,“ segir Sara í samtali við Vísi í dag. Hún segir hina smituðu liðsfélaga sína ekki hafa fundið fyrir sérstökum einkennum enn sem komið er. „Við förum allar í test í fyrramálið og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður. Ég veit ekki hvernig þetta virkar varðandi sóttkví, sérstaklega þar sem ég er ekki búin að vera í kringum liðið núna. En svo er „lockdown“ hérna í Lyon svo að maður er hvort sem er í hálfgerðri sóttkví. Það eina sem breytist er að liðið getur ekki æft saman,“ segir Sara og bætir við: „Við megum reikna með því að liðið geti ekki æft næstu daga. Við fáum send tæki og tól heim til okkar svo að við getum æft einar í alla vega 5-7 daga.“ Lyon varð Evrópumeistari í fyrra. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark úrslitaleiksins og innsiglaði sigurinn, gegn sínu gamla liði Wolfsburg.EPA-EFE/Gabriel Bouys Brátt tekur við landsleikjahlé en Sara hafði þegar þurft að hætta við að fara til móts við íslenska landsliðið vegna meiðsla sinna. Smitin hafa því ekki áhrif þáttöku hennar en liðsfélagar hennar gætu misst af landsleikjum: „Félagið hefði alltaf leyft mér að fara, alla vega áður en þetta kom upp. Ég veit ekki hvernig þetta verður núna hjá þeim okkar sem áttu að vera að fara í landsliðsverkefni,“ segir Sara. Hásinin angrað Söru síðan á gervigrasinu í Malmö Eins og fyrr segir hafa meiðsli í hásin verið að angra Söru. Hún sat á varamannabekknum þegar Lyon vann 1-0 útisigur gegn PSG í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni og var ekki með í 3-0 útisigri gegn Dijon á laugardaginn. Þessi hásinarmeiðsli hafa fylgt Söru í mörg ár og urðu meðal annars til þess að hún varð að fara af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018, þegar hún var leikmaður þýska félagsins Wolfsburg. Áður en Sara fór til Þýskalands var hún leikmaður Malmö og Rosengård árin 2011-2016. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur þetta angrað mig síðan ég var í Malmö í Svíþjóð, á gervigrasinu. Ekki eins mikið og núna en ég fann alveg fyrir þessu þá. Þetta varð svo meira með auknu álagi í Þýskalandi, og ég byrja að finna til í hásininni þegar það eru margir leikir á stuttum tíma,“ segir Sara. „Ég hef verið til skiptis á æfingum og í sjúkraþjálfun undanfarið. Það er verið að passa upp á álagið eins og ég er vön að þurfa að gera á þessum tímapunkti á leiktíðinni,“ segir Sara, en gæti hún spilað leikinn við PSG verði leikurinn settur á eftir landsleikjahléið, upp úr miðjum apríl? „Það verður bara að koma í ljós. Maður gerir allt til að geta spilað og ég er í góðum höndum hérna úti. Vonandi hjálpar það mér að fá þennan tíma. Þetta er svolítið upp og niður hjá mér. Mér líður vel einn daginn en svo er ég mjög slæm hinn daginn. Þetta er pirrandi, og hefur verið svona í langan tíma.“
Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti