Drama hjá meistaraliðinu: Samherji Alfonsar yfirgaf hótelið án þess að láta neinn vita Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2021 07:00 Alfons Sampsted lengst til hægri og Kasper þriðji frá hægri er Bodo fagnar marki á San Siro gegn AC Milan. Giuseppe Cottini/Getty Alfons Sampsted er með íslenska landsliðinu að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liechenstein á morgun en það er dramatík í herbúðum félagsliðs hans, Bodø/Glimt. Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021 Norski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021
Norski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira