Fabrizio Romano, einn virtasti íþróttablaðamaðurinn hvað varðar félagaskipti, sagði frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag.
Bale er nú á láni hjá Tottenham frá Real en hann hefur aðeins verið að vakna til lífsins síðustu vikur hjá Lundúnarliðinu.
Walesverjinn gekk í raðir spænska liðsins í september 2013 en Real borgaði 77 milljónir punda fyrir Bale á sínum tíma.
Þrátt fyrir að vera lykillinn að sigri Real í Meistaradeildinni árið 2018 þá fékk hann fá tækifæri eftir það.
Hann var orðaður við kínverska félagið Jiangsu Suning sumarið 2019 en ekkert varð úr því og hann snéri svo aftur til Tottenham á síðasta ári.
Óvíst er hvort að Zidane taki enn eitt árið með Real á næstu leiktíð en það er ljóst að bæði Bale og Zidane verða ekki hjá Madrídarliðinu á næstu leiktíð.
If Zinedine Zidane stays at Real Madrid this summer, Gareth Bale will have to find a new club. (Source: @FabrizioRomano) pic.twitter.com/iVXUGPuKZt
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) March 29, 2021

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.