Gerir ekki athugasemd við að stúlka fái að kenna sig við móður sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 17:39 Umboðsmaður gerir ekki athugasemd við úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Settur umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að stúlka gæti kennt sig við móður sína í stað föður. RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent