SMS Róberts Wessman: „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 17:39 Róbert Wessman er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá kollega sínum. Ari Magg Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni símleiðis og bréfleiðis í beinu framhaldi, að sögn upplýsingafulltrúa hans. Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44