Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 10:58 Viðar Örn Kjartansson var ekki valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina í undankeppni HM. vísir/vilhelm Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014. HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014.
HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13