Jörðinni stafar ekki ógn af smástirnum næstu hundrað ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 14:26 Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð. Nasa Geimferðastofnun Bandaríkjanna segir jarðarbúum ekki lengur stafa ógn af smástirninu Apophis. Ja, að minnsta kosti ekki næstu hundrað ár. Nasa hafði áður útnefnt Apophis það smástirni sem væri einna hættulegast jörðinni. Apophis var fyrst uppgötvað árið 2004 og spáðu vísindamenn því að smástirni myndi fara glannalega nálægt jörðu árin 2029 og 2036. Síðar var það dregið til baka en greint frá því að enn væri einhver hætta á árekstri árið 2068. Nú hefur Nasa hins vegar útilokað það og sagt jörðina örugga næstu öld. Apophis var nefnt í höfuðið á egypskum guði ringulreiðar og myrkurs en það er talið vera um 340 í þvermál, sem jafngildir um það bil þremur knattspyrnuvöllum. Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð. Þótt árekstur hafi verið útilokaður mun það fara ansi nálægt jörðu árið 2029, eða í um 32 þúsund kílómetra fjarlægð. Það jafngildir einum tíunda af fjarlægðinni milli jarðarinnar og tunglsins. Hægt verður að sjá smástirnið með berum augum frá Asíu, Afríku og sums staðar í Evrópu. Geimferðarstofnunin hefur borið kennsl á þrjú smástirni sem kunna að fara nálægt jörðu einn daginn. 1950 AD mun koma ískyggilega nálægt því að lenda á jörðinni árið 2880 en vísindamenn segja möguleikann þó aðeins um 0,012 prósent. Þá eru 4,7 prósent líkur á að smástirnið 2010 RF12 rekist á jörðu árið 2095. Það er þó svo lítið að það er ekki talið hættulegt. 2012 HG2 gæti mögulega lent á jörðinni árið 2052, og er einna líklegast til þess af þekktum smástirnum, en hættan sem stafar af því er þó tiltölulega lítil þar sem það myndi í raun ekki „lenda“ í eiginlegri merkingu heldur brenna upp í andrúmsloftinu líkt og 2010 RF12. Geimurinn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Apophis var fyrst uppgötvað árið 2004 og spáðu vísindamenn því að smástirni myndi fara glannalega nálægt jörðu árin 2029 og 2036. Síðar var það dregið til baka en greint frá því að enn væri einhver hætta á árekstri árið 2068. Nú hefur Nasa hins vegar útilokað það og sagt jörðina örugga næstu öld. Apophis var nefnt í höfuðið á egypskum guði ringulreiðar og myrkurs en það er talið vera um 340 í þvermál, sem jafngildir um það bil þremur knattspyrnuvöllum. Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð. Þótt árekstur hafi verið útilokaður mun það fara ansi nálægt jörðu árið 2029, eða í um 32 þúsund kílómetra fjarlægð. Það jafngildir einum tíunda af fjarlægðinni milli jarðarinnar og tunglsins. Hægt verður að sjá smástirnið með berum augum frá Asíu, Afríku og sums staðar í Evrópu. Geimferðarstofnunin hefur borið kennsl á þrjú smástirni sem kunna að fara nálægt jörðu einn daginn. 1950 AD mun koma ískyggilega nálægt því að lenda á jörðinni árið 2880 en vísindamenn segja möguleikann þó aðeins um 0,012 prósent. Þá eru 4,7 prósent líkur á að smástirnið 2010 RF12 rekist á jörðu árið 2095. Það er þó svo lítið að það er ekki talið hættulegt. 2012 HG2 gæti mögulega lent á jörðinni árið 2052, og er einna líklegast til þess af þekktum smástirnum, en hættan sem stafar af því er þó tiltölulega lítil þar sem það myndi í raun ekki „lenda“ í eiginlegri merkingu heldur brenna upp í andrúmsloftinu líkt og 2010 RF12.
Geimurinn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila