Salmond formaður nýs sjálfstæðis-flokks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 18:11 Salmond var í fyrra sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot. epa/Hannah Mckay Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, verður formaður nýs stjórnmálaflokks sem mun berjast fyrir aðskilnaði frá Bretlandi. Alba-flokkurinn var stofnaður í janúar og mun bjóða fram í þingkosningunum 6. maí. Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér. Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér.
Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44
Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20
Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44
Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00