Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 17:38 Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlutu þrjár tilnefningar til verðlaunanna í ár. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum eins og áður og voru verðlaunahafar eftirfarandi: Umfjöllun ársins Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson á Kjarnanum, fyrir umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Umsögn dómnefndar: Í umfangsmikilli umfjöllun er fjallað af næmni og dýpt um mannskæðan húsbruna á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í fyrrasumar. Blaðamennirnir nálgast atburðinn frá ótal hliðum, frá þeim mannlega harmleik sem átti sér stað, yfir í kerfislæga jaðarsetningu og oft á tíðum óboðlegan aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Viðtal ársins Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson Umsögn dómnefndar: Í viðtali Orra Páls við Ingva Hrafn Jónsson undir fyrirsögninni Vill lögleiða dánaraðstoð er dregin upp ný hlið á annars þjóðþekktum manni. Ingvi Hrafn ræðir bróðurmissi á liðnu ári og þau djúpstæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dánaraðstoð hafði á hann. Í framhaldinu fjallaði Orri Páll nánar um dánaraðstoð og dýpkaði með umfjöllun sinni umræðu um þetta viðkvæma mál. Nadine var verðlaunuð fyrir umfjöllun sína um mistök sem gerð voru við greiningu sýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.Vísir/Vilhelm Rannsóknarblaðamennska Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofu Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis, fyrir umfjöllun um umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Umsögn dómnefndar: Nadine Guðrún Yaghi afhjúpaði umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningu á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Fréttaflutningurinn leiddi til þess að þúsundir sýna voru endurgreind og fjöldi frumubreytinga, sem ella hefðu ekki fundist, komu í ljós. Sögð var saga kvenna sem höfðu ýmist greinst með ólæknandi krabbamein, farið í legnám eða látist. Umfjöllunin varpaði ljósi á brotalöm í greiningarferli sem notið hefur trausts. Blaðamannaverðlaun ársins Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV, fyrir fréttaflutning og viðtöl í tengslum við erfið og oft viðkvæm mál. Umsögn dómnefndar: Þórhildur fjallaði meðal annars um ótrúlegt björgunarafrek í Hafnarfjarðarhöfn, alvarleg mistök læknis á bráðamóttöku, kynferðisbrot á þroskaskertri konu í dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í þessum málum og fleirum sem Þórhildur hefur fjallað um tekur hún ítarleg, greinargóð og einnig áhrifarík viðtöl við þolendur og aðra sem að málum koma og dýpkar með því skilning bæði á atburðunum sjálfum og afleiðingum þeirra. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlutu þrjár tilnefningar til verðlaunanna í ár. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum eins og áður og voru verðlaunahafar eftirfarandi: Umfjöllun ársins Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson á Kjarnanum, fyrir umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Umsögn dómnefndar: Í umfangsmikilli umfjöllun er fjallað af næmni og dýpt um mannskæðan húsbruna á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í fyrrasumar. Blaðamennirnir nálgast atburðinn frá ótal hliðum, frá þeim mannlega harmleik sem átti sér stað, yfir í kerfislæga jaðarsetningu og oft á tíðum óboðlegan aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Viðtal ársins Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson Umsögn dómnefndar: Í viðtali Orra Páls við Ingva Hrafn Jónsson undir fyrirsögninni Vill lögleiða dánaraðstoð er dregin upp ný hlið á annars þjóðþekktum manni. Ingvi Hrafn ræðir bróðurmissi á liðnu ári og þau djúpstæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dánaraðstoð hafði á hann. Í framhaldinu fjallaði Orri Páll nánar um dánaraðstoð og dýpkaði með umfjöllun sinni umræðu um þetta viðkvæma mál. Nadine var verðlaunuð fyrir umfjöllun sína um mistök sem gerð voru við greiningu sýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.Vísir/Vilhelm Rannsóknarblaðamennska Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofu Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis, fyrir umfjöllun um umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Umsögn dómnefndar: Nadine Guðrún Yaghi afhjúpaði umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningu á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Fréttaflutningurinn leiddi til þess að þúsundir sýna voru endurgreind og fjöldi frumubreytinga, sem ella hefðu ekki fundist, komu í ljós. Sögð var saga kvenna sem höfðu ýmist greinst með ólæknandi krabbamein, farið í legnám eða látist. Umfjöllunin varpaði ljósi á brotalöm í greiningarferli sem notið hefur trausts. Blaðamannaverðlaun ársins Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV, fyrir fréttaflutning og viðtöl í tengslum við erfið og oft viðkvæm mál. Umsögn dómnefndar: Þórhildur fjallaði meðal annars um ótrúlegt björgunarafrek í Hafnarfjarðarhöfn, alvarleg mistök læknis á bráðamóttöku, kynferðisbrot á þroskaskertri konu í dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í þessum málum og fleirum sem Þórhildur hefur fjallað um tekur hún ítarleg, greinargóð og einnig áhrifarík viðtöl við þolendur og aðra sem að málum koma og dýpkar með því skilning bæði á atburðunum sjálfum og afleiðingum þeirra.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42