„Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. mars 2021 13:00 Björn Einarsson hjá Eimskip segir alveg ljóst að það muni lengjast afhendingartíminn á vörum vegna málsins. „Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð. Björn segir um gríðarlega stórt mál að ræða. „Við munum sjá lengri flutningstíma til Evrópu og þá inn til okkar markaða, sem er Ísland. Bið skipa og breytt siglingaleið, fyrir suðurodda Afríku, mun því bætast ofan á flutningstímann frá Asíu og hingað.“ Ekkert gengur að losa skipið Gámaflutningaskipið Ever Given, sem er í eigum taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, strandaði á þriðjudag og hefur ekkert gengið að losa skipið sem er um 400 metra langt, 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Lág sjávarstaða, sterkir vinar og gríðarleg stærð skipsins hafa torveldað vinnu við að ná skipinu af strandstað og er óttast að margar vikur gæti tekið að losa skipið. Björn segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Mikilvægi Súesskurðarins Björn segir að Eimskip eigi ekki neina gáma um borð í skipinu svo að þetta hafi ekki bein áhrif á félagið þannig. „En það er alveg ljóst að Súesskurðurinn er ein af meginbreytunum í siglingakerfi heimsins og þarna fara um tólf prósent af vöruflutningum í heiminum. Þriðjungur af gámum sem fara um Rotterdam, sem er ein af lykilhöfnum Evrópu, fer um Súes. Það er alveg ljóst að til lengri tíma mun þetta hafa áhrif ofan í gríðarlega viðkvæma stöðu sem hefur verið í því sem við köllum „deep-sea“ umhverfi, þar sem verð hefur verið að hækka gríðarlega. Það kemur pressa á gámalógistíkina, gámastöðuna, sem hefur þegar verið viðkvæm í þessu Covid-ástandi í heiminum. Það mun koma ójafnvægi á ákveðna þætti sem er bæði flutningstími skipa, minni burðargeta, snúningstími gáma og allt slíkt. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál. Þetta er gríðarlegt tap á hverjum degi.“ Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Ekki von á einhverjum vöruskorti hérlendis Björn segir Eimskip vinna með skipalínum sem eru nú í biðröðinni í eða við Súesskurð eða þá sem hafa nú tekið þá ákvörðun að sigla í staðinn fyrir suðurodda Afríku. „Það er auka vika eða tvær í flutningi og átta þúsund sjómílur. Þar koma lengri tíma áhrifin og við eigum klárlega gáma í öllum þeim skipum.“ Aðspurður hvað sé í þeim gámum segir hann það vera alls konar vöru. „Hefðbundin vara. Það er ótrúlega mikil breidd í því hvað sé að koma frá austurlöndum fjær og Asíu í innflutningi. Þannig að við getum sagt að við erum ekki að sjá áhrif til skamms tíma en til lengri tíma þá bætast áhrif af þessu ofan á þegar viðkvæma stöðu sem hefur verið í skipaflutningum heimsins.“ Björn segir að íslenskir neytendur muni þó ekki sjá fram á einhvern sérstakan vöruskort vegna málsins. „En það mun klárlega lengja í afhendingartíma á vörum.“ Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Björn segir um gríðarlega stórt mál að ræða. „Við munum sjá lengri flutningstíma til Evrópu og þá inn til okkar markaða, sem er Ísland. Bið skipa og breytt siglingaleið, fyrir suðurodda Afríku, mun því bætast ofan á flutningstímann frá Asíu og hingað.“ Ekkert gengur að losa skipið Gámaflutningaskipið Ever Given, sem er í eigum taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, strandaði á þriðjudag og hefur ekkert gengið að losa skipið sem er um 400 metra langt, 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Lág sjávarstaða, sterkir vinar og gríðarleg stærð skipsins hafa torveldað vinnu við að ná skipinu af strandstað og er óttast að margar vikur gæti tekið að losa skipið. Björn segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Mikilvægi Súesskurðarins Björn segir að Eimskip eigi ekki neina gáma um borð í skipinu svo að þetta hafi ekki bein áhrif á félagið þannig. „En það er alveg ljóst að Súesskurðurinn er ein af meginbreytunum í siglingakerfi heimsins og þarna fara um tólf prósent af vöruflutningum í heiminum. Þriðjungur af gámum sem fara um Rotterdam, sem er ein af lykilhöfnum Evrópu, fer um Súes. Það er alveg ljóst að til lengri tíma mun þetta hafa áhrif ofan í gríðarlega viðkvæma stöðu sem hefur verið í því sem við köllum „deep-sea“ umhverfi, þar sem verð hefur verið að hækka gríðarlega. Það kemur pressa á gámalógistíkina, gámastöðuna, sem hefur þegar verið viðkvæm í þessu Covid-ástandi í heiminum. Það mun koma ójafnvægi á ákveðna þætti sem er bæði flutningstími skipa, minni burðargeta, snúningstími gáma og allt slíkt. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál. Þetta er gríðarlegt tap á hverjum degi.“ Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Ekki von á einhverjum vöruskorti hérlendis Björn segir Eimskip vinna með skipalínum sem eru nú í biðröðinni í eða við Súesskurð eða þá sem hafa nú tekið þá ákvörðun að sigla í staðinn fyrir suðurodda Afríku. „Það er auka vika eða tvær í flutningi og átta þúsund sjómílur. Þar koma lengri tíma áhrifin og við eigum klárlega gáma í öllum þeim skipum.“ Aðspurður hvað sé í þeim gámum segir hann það vera alls konar vöru. „Hefðbundin vara. Það er ótrúlega mikil breidd í því hvað sé að koma frá austurlöndum fjær og Asíu í innflutningi. Þannig að við getum sagt að við erum ekki að sjá áhrif til skamms tíma en til lengri tíma þá bætast áhrif af þessu ofan á þegar viðkvæma stöðu sem hefur verið í skipaflutningum heimsins.“ Björn segir að íslenskir neytendur muni þó ekki sjá fram á einhvern sérstakan vöruskort vegna málsins. „En það mun klárlega lengja í afhendingartíma á vörum.“
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23
Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30