„Má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 06:57 Það verður ansi hvasst víða á landinu síðdegis á morgun miðað við þetta vindaspákort Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstök og að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands „má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“. Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður. Veður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður.
Veður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira