Fram kemur í tilkynningu frá Eflu um líkanið að sérfræðingar stofunnar hafi flogið dróna kringum strýtuna sem myndast hefur við gosið á þriðjudag. Með drónum er hægt að meta breytingar á svæðinu, vakta jarðlög – og setja gögn fram í þrívíðu kortalíkani, eins og gert er hér.
Þá kemur fram í tilkynningu Eflu að aðstæður til myndmælinga hafi verið nokkuð góðar, þó að reykurinn frá gosinu hafi stundum hulið strýtuna.
Líkanið má sjá hér fyrir ofan en hægt er að þysja inn og út á myndinni og færa myndina til að skoða gosið frá mismunandi sjónarhornum.