Telur ekki að börn þurfi að leggjast frekar inn nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. mars 2021 20:46 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist ekki eiga von á að börn þurfi að leggjast frekar inná spítala en áður þó þau hafi fengið breska afbrigði veirunnar. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36
Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23