Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 18:56 Hraun spýtist úr einum gígnum í Geldingadal. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands um stöðu eldgossins síðdegis í dag. Þar kemur fram að efnagreiningar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi staðfest að kvikan í gosinu sé frumstæð og komi beint úr möttli af 15-17 kílómetra dýpi. Áætlað er að kvikuflæðið í Geldingadal sé um 5-6 m3/s og hefur flæðið lítið breyst frá því að eldgosið hófst. Þá segir Veðurstofan að samkvæmt svokölluðu óróagrafi á skjálftamæli austan við Fagradalsfjall hafi styrkur eldgossins síst dvínað, heldur aukist jafnt og þétt undanfarna daga, „og þá sérstaklega í nótt“. Þessum athugunum á óróa beri vel saman við aðrar athuganir, til dæmis myndum frá gervitunglum. Hraunflæðilíkan tólf dögum eftir að gos hófst.Veðurstofan Í dag, 25. mars, eru sex dagar frá því að eldgos hófst. Myndirnar sem fylgja fréttinni sýna mögulegt umfang hraunbreiðunnar annars vegar tólf dögum og hins vegar sautján dögum eftir upphaf goss. Á myndunum má sjá að hraunið gæti fyllt vel upp í næsta dal að tíu dögum liðnum og farið þétt upp að Stóra-Hrút. Hraunflæðilíkan sautján dögum eftir að gos hófst.Veðurstofan Veðurstofan veltir því einnig upp hversu lengi eldgosið geti staðið en sá tími gæti skipt árum. „Dæmi eru til um dyngjugos á Reykjanesskaga sem vafalítið stóðu árum saman og framleiddu mikið hraun, s.s. Þráinsskjöldur, Sandfellshæð og Heiðin há sem eru stærstu dyngjurnar, og ætla má að þá hafi sömuleiðis myndast bein tenging frá kviku í möttli til yfirborðs miðað við efnagreiningar. Fleiri dæmi eru til um eldgos þar sem ekki var vitað um kvikuhólf í skorpunni og stóðu lengi yfir, eins og t.d. Surtseyjargosið frá 1963 til 1967,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Ekkert liggi þó fyrir um hversu lengi eldgosið muni vara „en miðað við stöðugt kvikuflæði og aðrar vísbendingar gæti eldgosið staðið lengur en í fyrstu var ætlað út frá smæð eldgossins eins og sér.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. 25. mars 2021 14:45 Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands um stöðu eldgossins síðdegis í dag. Þar kemur fram að efnagreiningar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi staðfest að kvikan í gosinu sé frumstæð og komi beint úr möttli af 15-17 kílómetra dýpi. Áætlað er að kvikuflæðið í Geldingadal sé um 5-6 m3/s og hefur flæðið lítið breyst frá því að eldgosið hófst. Þá segir Veðurstofan að samkvæmt svokölluðu óróagrafi á skjálftamæli austan við Fagradalsfjall hafi styrkur eldgossins síst dvínað, heldur aukist jafnt og þétt undanfarna daga, „og þá sérstaklega í nótt“. Þessum athugunum á óróa beri vel saman við aðrar athuganir, til dæmis myndum frá gervitunglum. Hraunflæðilíkan tólf dögum eftir að gos hófst.Veðurstofan Í dag, 25. mars, eru sex dagar frá því að eldgos hófst. Myndirnar sem fylgja fréttinni sýna mögulegt umfang hraunbreiðunnar annars vegar tólf dögum og hins vegar sautján dögum eftir upphaf goss. Á myndunum má sjá að hraunið gæti fyllt vel upp í næsta dal að tíu dögum liðnum og farið þétt upp að Stóra-Hrút. Hraunflæðilíkan sautján dögum eftir að gos hófst.Veðurstofan Veðurstofan veltir því einnig upp hversu lengi eldgosið geti staðið en sá tími gæti skipt árum. „Dæmi eru til um dyngjugos á Reykjanesskaga sem vafalítið stóðu árum saman og framleiddu mikið hraun, s.s. Þráinsskjöldur, Sandfellshæð og Heiðin há sem eru stærstu dyngjurnar, og ætla má að þá hafi sömuleiðis myndast bein tenging frá kviku í möttli til yfirborðs miðað við efnagreiningar. Fleiri dæmi eru til um eldgos þar sem ekki var vitað um kvikuhólf í skorpunni og stóðu lengi yfir, eins og t.d. Surtseyjargosið frá 1963 til 1967,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Ekkert liggi þó fyrir um hversu lengi eldgosið muni vara „en miðað við stöðugt kvikuflæði og aðrar vísbendingar gæti eldgosið staðið lengur en í fyrstu var ætlað út frá smæð eldgossins eins og sér.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. 25. mars 2021 14:45 Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15
Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. 25. mars 2021 14:45
Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50