Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2021 11:49 Óvænt á Lilja Katrín eitt stykki eldgos. Hún segir það frekar nett. aðsend Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. Eldgosið sem nú er virkt á Reykjanesi er á jörð sem er í einkaeigu. Um er að ræða landmikla jörð sem heitir Hraun og er austur af Grindavík. Þetta er sem sagt eldgos í einkaeigu og Lilja Katrín á gosið. Hvernig er það eiginlega að eiga eldgos? „Já, þú segir nokkuð. Ætli sé ekki best hægt að lýsa því sem svo að það sé jafn súrrealískt og að standa andspænis eldgosinu,“ segir Lilja Katrín í samtali við Vísi. „Ég efast stórlega um að ég gæti sem eigandi haft nokkur áhrif á þetta gos þó ég myndi setja mig í mínar bestu foreldrastellingar. Það virðist fara 100 prósent sínar eigin leiðir. Það hlýðir sem sagt ekki eiganda sínum? „Tja, maður segir nú alltaf við börnin sín að gera sitt besta því betra geti þau ekki gert. Mér sýnist þetta eldgos hafa meðtekið það ágætlega. Svo reynir maður að innprenta í afkvæmin að standa mér sjálfum sér, ekki spá of mikið í álit annarra og ekki leyfa öðrum að hafa niðurbrjótandi áhrif á sjálfsmyndina. Það virðist líka hafa tekist í tilfelli eldgossins, þar sem einhverjir vildu afskrifa það sem ræfil í upphafi en nú rís það tignarlega upp úr öskunni líkt og Fönix.“ Óþarfa pilla að kalla gosið ræfil En hvernig stendur á því að Lilja Katrín á eldgosið, eða öllu heldur á í jörðinni Hraun? Þannig er að um er að ræða tæplega fimm prósenta hlut í jörðinni sem eiginmaður hennar, Guðmundur R. Einarsson, stafrænn leiðtogi, erfði eftir föður sinn. Lilja Katrín tekur það fram að hún tali ekki fyrir hönd allra eigenda. Ekki nema í því sem nemur þessum tæpu fimm prósentum. En fimm prósent af einu eldgosi er nokkuð gott. Í Lögbýlaskrá er að finna lista yfir eigendur jarðarinnar Hraun, þar sem nú er eldgos, takk fyrir.skjáskot Magnús Tumi Guðmundsson prófessor hjá Jarðvísindastofnun Háskólans missti það út úr sér í upphafi goss að um væri að ræða hálfgerðan ræfil. Lilja Katrín talar um gosið eins og það sé ódælt barn hennar og því vert að spyrja hana hvort henni sárni þegar svona er talað um gosið hennar? Sko, ég hef nú lagt það í vana minn að taka ekki mark á óhróðri og óþarfa pillum þannig að ég særist ekki persónulega. Þetta er einfaldlega ekki svaravert, svona dónaskapur. Enda lítill ræfilsháttur fólginn í því að soga að sín þúsundir göngugarpa á nokkrum dögum. En að öllu gríni slepptu þá gengum við eiginmaðurinn að gosinu í gær. Það var ákveðin heilunarganga þar sem við misstum afar kæran vin í byrjun vikunnar. Þó við fáum ekkert um málið að segja þá munum við ávallt líta á þessa dyngju sem Ásgeirsdyngju og hraunið Ásgeirshraun, í minningu vinar okkar sem kvaddi alltof snemma.“ Hvað á barnið að heita? Eitt af því sem menn velta nú mjög fyrir sér er nafngift á gosstöðvarnar. Einn þeirra sem lagt hefur orð í belg í því samhengi er Halldór Guðmundsson rithöfundur með meiru sem stingur upp á nafninu Fagradyngja. Hinn mjög svo hagyrti Þórarinn Eldjárn spyr: En Geldingadyngja? Vísar í geldinginn í kvennabúrinu. Inniheldur að auki samstöfuna dingadyng sem hlýtur að teljast mjög fögur. Gylfi Arnbjörnsson leggur svo til Ræfilsdyngja og þannig gengur dælan. Fagradyngja, er það nokkur spurning?Posted by Halldór Guðmundsson on Miðvikudagur, 24. mars 2021 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði í nýlegu útvarpsviðtali í Bítinu að Grindvíkingar vilji gjarnan hafa sitt að segja um nafn á gosið og vilji þá, í auglýsingaskyni, koma Grindavík í nafngiftina; en nefndi svo í framhjáhlaupi að taka þyrfti tillit til eigenda landsins Hrauns. Staða eigenda afar óskýr Með öðru orðum; staða eigenda og annarra gagnvart þessari gosstöð virðist vera óræð? „Á það ekki bara við um allar jarðir í einkaeigu á Íslandi?“ spyr Lilja Katrín á móti. „Ég get bara talað fyrir okkur hjónin, sem eigum auðvitað afar lítinn part af þessari stóru jörð, en mér finnst það afar ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda flykkjast inn á jörðina og njóta þess besta og jafnframt drungalegasta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Hjónin Guðmundur og Lilja Katrín á gosstað. Þau vita vart hvaðan á sig stendur veðrið en þeim líst bara nokkuð vel á.aðsend Ætli margir hafi ekki orðið hissa hve fallegar gönguleiðir eru í boði steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu. Ég held að það væri ráð að festa það betur í orði og borði hverjar skyldur og réttur landareigenda er til að forðast alls kyns álitamál, eins og hafa komið upp, sér í lagi á hápunkti ferðamannatíðar, varðandi gjaldtöku, átroðning og umgengni um landið.“ Þetta hlýtur að vera afar sérkennileg staða að vera í: Eiga land en vera nánast réttlaus gagnvart því. Sitja í raun uppi með kostnað og ónæði vegna þess? „Það á svo sem eftir að reyna á það og ég er einstaklega lítið fyrir að mála skrattann á vegginn áður en málningin hefur verið keypt. Eftir gosgönguna tók ég sérstaklega eftir hve vel göngugarpar hafa gengið um svæðið. Ekki rusl að sjá og mikil samkennd á svæðinu. Og ég sá bara tvo einstaklinga í gallabuxum og strigaskóm!“ segir Lilja Katrín og brosir skelmislega. Eigendur hittast fljótlega og fara yfir málin Þannig að það sem uppúr stendur er þessi einstaka tilfinning, að eiga gos og allir kátir? „Það er mín tilfinning. Ég er eitthvað minna í tuðgírnum, enda finnst mér almennt fólk skipta of fljótt í þann gír á þessum síðustu og verstu tímum. Ég vel mitt tuð vel og vandlega og varpa því fram þegar ég tel að það geti skipt einhverju máli.“ Guðmundur hugar að eigum sínum.aðsend Eigendur, sem eru í kringum tuttugu, vita sem sagt varla hvaðan á sig stendur veðrið en til stendur að þeir hittist á næstu dögum og fari yfir málin. „Það eru reglulegir fundir haldnir með landeigendum og farið yfir ýmsar vangaveltur um hvað á að gera við jörðina. Þannig að ég býst við að það verði "business as usual" þar sem ákveðinn jarðvísindalegur ómöguleiki umlykur allt og óvíst hvenær gosið segir komið gott.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eldgosið sem nú er virkt á Reykjanesi er á jörð sem er í einkaeigu. Um er að ræða landmikla jörð sem heitir Hraun og er austur af Grindavík. Þetta er sem sagt eldgos í einkaeigu og Lilja Katrín á gosið. Hvernig er það eiginlega að eiga eldgos? „Já, þú segir nokkuð. Ætli sé ekki best hægt að lýsa því sem svo að það sé jafn súrrealískt og að standa andspænis eldgosinu,“ segir Lilja Katrín í samtali við Vísi. „Ég efast stórlega um að ég gæti sem eigandi haft nokkur áhrif á þetta gos þó ég myndi setja mig í mínar bestu foreldrastellingar. Það virðist fara 100 prósent sínar eigin leiðir. Það hlýðir sem sagt ekki eiganda sínum? „Tja, maður segir nú alltaf við börnin sín að gera sitt besta því betra geti þau ekki gert. Mér sýnist þetta eldgos hafa meðtekið það ágætlega. Svo reynir maður að innprenta í afkvæmin að standa mér sjálfum sér, ekki spá of mikið í álit annarra og ekki leyfa öðrum að hafa niðurbrjótandi áhrif á sjálfsmyndina. Það virðist líka hafa tekist í tilfelli eldgossins, þar sem einhverjir vildu afskrifa það sem ræfil í upphafi en nú rís það tignarlega upp úr öskunni líkt og Fönix.“ Óþarfa pilla að kalla gosið ræfil En hvernig stendur á því að Lilja Katrín á eldgosið, eða öllu heldur á í jörðinni Hraun? Þannig er að um er að ræða tæplega fimm prósenta hlut í jörðinni sem eiginmaður hennar, Guðmundur R. Einarsson, stafrænn leiðtogi, erfði eftir föður sinn. Lilja Katrín tekur það fram að hún tali ekki fyrir hönd allra eigenda. Ekki nema í því sem nemur þessum tæpu fimm prósentum. En fimm prósent af einu eldgosi er nokkuð gott. Í Lögbýlaskrá er að finna lista yfir eigendur jarðarinnar Hraun, þar sem nú er eldgos, takk fyrir.skjáskot Magnús Tumi Guðmundsson prófessor hjá Jarðvísindastofnun Háskólans missti það út úr sér í upphafi goss að um væri að ræða hálfgerðan ræfil. Lilja Katrín talar um gosið eins og það sé ódælt barn hennar og því vert að spyrja hana hvort henni sárni þegar svona er talað um gosið hennar? Sko, ég hef nú lagt það í vana minn að taka ekki mark á óhróðri og óþarfa pillum þannig að ég særist ekki persónulega. Þetta er einfaldlega ekki svaravert, svona dónaskapur. Enda lítill ræfilsháttur fólginn í því að soga að sín þúsundir göngugarpa á nokkrum dögum. En að öllu gríni slepptu þá gengum við eiginmaðurinn að gosinu í gær. Það var ákveðin heilunarganga þar sem við misstum afar kæran vin í byrjun vikunnar. Þó við fáum ekkert um málið að segja þá munum við ávallt líta á þessa dyngju sem Ásgeirsdyngju og hraunið Ásgeirshraun, í minningu vinar okkar sem kvaddi alltof snemma.“ Hvað á barnið að heita? Eitt af því sem menn velta nú mjög fyrir sér er nafngift á gosstöðvarnar. Einn þeirra sem lagt hefur orð í belg í því samhengi er Halldór Guðmundsson rithöfundur með meiru sem stingur upp á nafninu Fagradyngja. Hinn mjög svo hagyrti Þórarinn Eldjárn spyr: En Geldingadyngja? Vísar í geldinginn í kvennabúrinu. Inniheldur að auki samstöfuna dingadyng sem hlýtur að teljast mjög fögur. Gylfi Arnbjörnsson leggur svo til Ræfilsdyngja og þannig gengur dælan. Fagradyngja, er það nokkur spurning?Posted by Halldór Guðmundsson on Miðvikudagur, 24. mars 2021 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði í nýlegu útvarpsviðtali í Bítinu að Grindvíkingar vilji gjarnan hafa sitt að segja um nafn á gosið og vilji þá, í auglýsingaskyni, koma Grindavík í nafngiftina; en nefndi svo í framhjáhlaupi að taka þyrfti tillit til eigenda landsins Hrauns. Staða eigenda afar óskýr Með öðru orðum; staða eigenda og annarra gagnvart þessari gosstöð virðist vera óræð? „Á það ekki bara við um allar jarðir í einkaeigu á Íslandi?“ spyr Lilja Katrín á móti. „Ég get bara talað fyrir okkur hjónin, sem eigum auðvitað afar lítinn part af þessari stóru jörð, en mér finnst það afar ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda flykkjast inn á jörðina og njóta þess besta og jafnframt drungalegasta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Hjónin Guðmundur og Lilja Katrín á gosstað. Þau vita vart hvaðan á sig stendur veðrið en þeim líst bara nokkuð vel á.aðsend Ætli margir hafi ekki orðið hissa hve fallegar gönguleiðir eru í boði steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu. Ég held að það væri ráð að festa það betur í orði og borði hverjar skyldur og réttur landareigenda er til að forðast alls kyns álitamál, eins og hafa komið upp, sér í lagi á hápunkti ferðamannatíðar, varðandi gjaldtöku, átroðning og umgengni um landið.“ Þetta hlýtur að vera afar sérkennileg staða að vera í: Eiga land en vera nánast réttlaus gagnvart því. Sitja í raun uppi með kostnað og ónæði vegna þess? „Það á svo sem eftir að reyna á það og ég er einstaklega lítið fyrir að mála skrattann á vegginn áður en málningin hefur verið keypt. Eftir gosgönguna tók ég sérstaklega eftir hve vel göngugarpar hafa gengið um svæðið. Ekki rusl að sjá og mikil samkennd á svæðinu. Og ég sá bara tvo einstaklinga í gallabuxum og strigaskóm!“ segir Lilja Katrín og brosir skelmislega. Eigendur hittast fljótlega og fara yfir málin Þannig að það sem uppúr stendur er þessi einstaka tilfinning, að eiga gos og allir kátir? „Það er mín tilfinning. Ég er eitthvað minna í tuðgírnum, enda finnst mér almennt fólk skipta of fljótt í þann gír á þessum síðustu og verstu tímum. Ég vel mitt tuð vel og vandlega og varpa því fram þegar ég tel að það geti skipt einhverju máli.“ Guðmundur hugar að eigum sínum.aðsend Eigendur, sem eru í kringum tuttugu, vita sem sagt varla hvaðan á sig stendur veðrið en til stendur að þeir hittist á næstu dögum og fari yfir málin. „Það eru reglulegir fundir haldnir með landeigendum og farið yfir ýmsar vangaveltur um hvað á að gera við jörðina. Þannig að ég býst við að það verði "business as usual" þar sem ákveðinn jarðvísindalegur ómöguleiki umlykur allt og óvíst hvenær gosið segir komið gott.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira