Göngufólki hleypt af stað inn í Geldingadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 11:16 Talið er að þúsundir landsmanna hafi gert sér ferð upp í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm Lörgeglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal. Veðurskilyrði fara batnandi og fylgist Veðurstofa Íslands með veðrinu í rauntíma þökk sé veðurstöð sem komið hefur verið upp í dalnum. Unnið er að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06