Hann segir rosalega mörg símtöl hafa borist aðgerðarstjórn í Grindavík vegna svæðisins og greinilega margir sem hafa hug á för í Geldingardal í dag.
Samráðsfundur vísindamanna, lögreglu, almannavarna og björgunarsveita hefst klukkan tíu. Davíð segir að gefin verði út tilkynning að fundi loknum um aðgengi að gosstöðvunum í dag.
Lokun frá því í gær er enn í gildi þar til annað verður ákveðið. Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í morgun að milt veður væri í morgun sem eru kjöraðstæður fyrir gasmengun á svæðinu. Hins vegar eigi að bæta í vindinn með deginum en von er á suðvestanátt.