Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi og brýnir fyrir almenningi að haga sér skynsamlega. Vísir/Vilhelm Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás. Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira