Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 22:47 Samkvæmt útgönguspám eru líkur á að Netanyahu hafi tryggt sér sjötta kjörtímabilið í embætti. epa/Abir Sultan Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. Likud er spáð 31 til 33 sætum á ísraelska þinginu og hægri meirihlutanum öllum 53 til 54 sætum. 61 sæti þarf til að mynda meirihluta og mun Naftali Bennett, formaður Yamina-flokksins, ráða þar úrslitum en flokknum eru spáð sjö til átta þingsæti. Samkvæmt New York Times myndi sú ríkisstjórn verða ein sú hægrisinnaðasta í sögu landsins en á hægri vængnum eru meðal annars flokkar strangrúaðra og þjóðernissinna, auk flokks sem hefur talað fyrir því að vísa Aröbum úr landi ef þeir virðast „ótrúir“ ríkinu. Lokaniðurstöðu er ekki að vænta fyrr en seinna í vikunni og gætu úrslitin vel orðið allt önnur en útlit er fyrir nú. Í kosningabaráttunni lagði Netanyahu meðal annars áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við Covid-19 en stór hluti ísraelsku þjóðarinnar hefur þegar verið bólusettur. Þá virðist það ekki hafa ráðið úrslitum að hann hefur verið ákærður fyrir spillingu. Forsætisráðherrann hefur raunar heitið því að gjörbreyta dómskerfinu ef hann sigrar í kosningunum, meðal annars að draga úr valdi dómstólanna. Andstæðingar hans óttast að með þessu hyggist hann komast undan ákærunum sem hann á yfir höfði sér. Ísrael Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Likud er spáð 31 til 33 sætum á ísraelska þinginu og hægri meirihlutanum öllum 53 til 54 sætum. 61 sæti þarf til að mynda meirihluta og mun Naftali Bennett, formaður Yamina-flokksins, ráða þar úrslitum en flokknum eru spáð sjö til átta þingsæti. Samkvæmt New York Times myndi sú ríkisstjórn verða ein sú hægrisinnaðasta í sögu landsins en á hægri vængnum eru meðal annars flokkar strangrúaðra og þjóðernissinna, auk flokks sem hefur talað fyrir því að vísa Aröbum úr landi ef þeir virðast „ótrúir“ ríkinu. Lokaniðurstöðu er ekki að vænta fyrr en seinna í vikunni og gætu úrslitin vel orðið allt önnur en útlit er fyrir nú. Í kosningabaráttunni lagði Netanyahu meðal annars áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við Covid-19 en stór hluti ísraelsku þjóðarinnar hefur þegar verið bólusettur. Þá virðist það ekki hafa ráðið úrslitum að hann hefur verið ákærður fyrir spillingu. Forsætisráðherrann hefur raunar heitið því að gjörbreyta dómskerfinu ef hann sigrar í kosningunum, meðal annars að draga úr valdi dómstólanna. Andstæðingar hans óttast að með þessu hyggist hann komast undan ákærunum sem hann á yfir höfði sér.
Ísrael Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira