Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:10 Eldgos við Fagradallsfjall. RAX Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27