Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:06 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið í Geldingadal mun standa. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir niðurstöður rannsókna á hraunsýnum úr eldgosinu í Geldingadal mjög athyglisverðar og spennandi. Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira