Einn greindist innanlands í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 09:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira