Annar lögreglumaður var sakaður um að hafa kynmök við konu sem var fórnarlamb nauðgunnar og þá var einn látinn fara eftir að hafa átt í kynferðissambandi við konu sem dvaldi í kvennaathvarfi.
Það var Guardian sem greindi frá málinu en gögnin voru afhent á grundvelli upplýsingalaga.
„Við ætlumst til þess að þeir sem eiga að vernda okkur fari eftir hærri viðmiðum,“ segir Nazir Afzal, fyrrverandi saksóknari. „Heila málið með lögregluna er að hún vinnur með þeim sem minna mega sín.“
Af málunum sem voru rannsökuð enduðu 63 með því að viðkomandi var sagt upp, sögðu af sér eða fóru á eftirlaun. Hins vegar kemur ekki fram í gögnunum hversu mörg rötuðu til dómstóla.
Fjöldi málanna tengdust heimilisofbeldi og var einn lögreglumaður til dæmis látinn fjúka í kjölfar handteku vegna gruns um árás, nauðgun og líflátshótanir í garð maka. Þá var öðrum sagt upp eftir að upp komst að hann hafði margsinnis nauðgan konu sinni á átta ára tímabili.
Einn lögreglumaður var rekinn eftir að hann birti myndir á samfélagsmiðli og sagðist vilja nauðga konunum á myndinni og sjá aðra nauðga þeim. Myndirnar voru af dóttur hans og frænku.
Um 555 eru á bannlista Royal College of Policing yfir lögreglumenn sem hafa verið látnir fara í einu umdæmi og önnur umdæmi mega ekki ráða til starfa. Af þeim var fimmtungur sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu í kynferðislegum tilgangni, gerst sekur um heimilisofbeldi eða áreitt almenning eða samstarfsmenn.