AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 12:15 Álitamál hafa verið um hversu góð vernd bóluefni AstraZeneca veitir eldra fólki. Fyrirtækið segir það hafa reynst eldri aldurshópum vel í rannsókn sem það gerði í Bandaríkjunum. AP/Gregorio Borgia Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13