Útgöngubann vegna glundroða á Miami-strönd Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 10:54 Lögreglumenn handtóku fjölda manns á Miami-strönd fyrir að virða ekki sóttvarnareglur og útgöngubann um helgina. AP/Pedro Portal/Miami Herald Borgaryfirvöld á Miami-strönd í Bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi og komu á útgöngubanni á kvöldin til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir að þúsundir skemmtanaglaðra ferðamanna í vorfríi söfnuðust saman í borginni um helgina. Lögregla notaði piparúða til að dreifa mannfjöldanum. Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira