Með sigrinum jafnar AZ Alkmaar PSV að stigum í öðru sæti hollensku deildarinnar. Annað sætið gefur sæti í undankeppni meistaradeildarinnar.
Liðin eru nú bæði með 55 stig eftir 27 leiki, en átta stig eru upp í Ajax í efsta sætinu.
Albert Guðmundsson var sem fyrr segir í byrjunarliði AZ í dag, en hann var tekinn af velli á 66. mínútu.
Heimamenn komust yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Jesper Karlsson eftir stoðsendingu frá Owen Wijndal.
Sigurmarkið kom á 68. mínútu, en þar var að verki Teun Koopmeiners eftir undirbúning markaskorarans Jesper Karlsson.
Nú þegar sjö leikir eru eftir er baráttan um meistaradeildarsæti að harðna, en Vitesse fylgir AZ og PSV fast á hæla og eru aðeins þrem stigum á eftir þeim.
— AZ (@AZAlkmaar) March 21, 2021
Full-time: AZ - PSV
4. Karlsson 1-0
68. Koopmeiners 2-0#AZ #azpsv #coybir pic.twitter.com/IgQ8s4Lpmm