Breskir sérfræðingar segja hefðbundið ferðasumar ólíklegt og óráðlegt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:07 Spítalainnlögnum og dauðsföllum hefur fækkað verulega eftir að bólusetningarátak Breta fór af stað en sérfræðingar óttast ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Andy Rain Einn ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar segir afar ólíklegt að sólarlandaferðir séu í kortunum hjá Bretum í sumar, vegna hættunnar á því að fólk snúi heim með nýtt afbirgði SARS-CoV-2 í farteskinu. Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Sjá meira
Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Sjá meira