Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 08:51 Fyrstu myndir af gosinu í dagsbirtu sýna hraun flæða upp úr sprungunni í Geldingadal. Landhelgisgæslan Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. Þyrlan fór í loftið klukkan 7:20 með náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Áætlað er að þyrlan lendi í Reykjavík um níuleytið. „Framundan eru gasmælingar og fleiri mælingar til að meta framvinunda núna með morgninum,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að ný gasspá verði tilbúin á næstunni en íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um að loka gluggum í gærkvöldi vegna hættu á gasmengun. Engar skaðlegar gastegundir mældust í byggð í nótt. „Það þarf að áætla kvikustreymi og gasútsteymi á staðnum upp á að spáin verði sem nákvæmust og það er verið að vinna í því núna.“ Kvikustrókarnir um og yfir 50 metra Einar segir að skjálftavirkni hafi minnkað eftir að gosið hófst líkt og búast mátti við. Um 160 skjálftar mældust frá miðnætti að klukkan sex í morgun, sá stærsti 2,3 að stærð klukkan 05:01. Líkt og áður segir munu sérfræðingar Veðurstofunnar leggjast yfir nýjustu gögn og mælingar á næstu klukkustundum til að átta sig betur á stöðunni. „Miðað við athuganir sem voru gerðar í nótt þá voru kvikustrókarnir þá um og yfir 50 metra í loftið. Svo verður það metið á ný út frá nýjustu myndunum núna en það er ekki óalgengt að mesti krafturinn sé í byrjun goss,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þyrlan fór í loftið klukkan 7:20 með náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Áætlað er að þyrlan lendi í Reykjavík um níuleytið. „Framundan eru gasmælingar og fleiri mælingar til að meta framvinunda núna með morgninum,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að ný gasspá verði tilbúin á næstunni en íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um að loka gluggum í gærkvöldi vegna hættu á gasmengun. Engar skaðlegar gastegundir mældust í byggð í nótt. „Það þarf að áætla kvikustreymi og gasútsteymi á staðnum upp á að spáin verði sem nákvæmust og það er verið að vinna í því núna.“ Kvikustrókarnir um og yfir 50 metra Einar segir að skjálftavirkni hafi minnkað eftir að gosið hófst líkt og búast mátti við. Um 160 skjálftar mældust frá miðnætti að klukkan sex í morgun, sá stærsti 2,3 að stærð klukkan 05:01. Líkt og áður segir munu sérfræðingar Veðurstofunnar leggjast yfir nýjustu gögn og mælingar á næstu klukkustundum til að átta sig betur á stöðunni. „Miðað við athuganir sem voru gerðar í nótt þá voru kvikustrókarnir þá um og yfir 50 metra í loftið. Svo verður það metið á ný út frá nýjustu myndunum núna en það er ekki óalgengt að mesti krafturinn sé í byrjun goss,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39