Í tilkynningu á vef Rauða krossins segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar standi áfram vaktina og séu tilbúin til taks. Þau séu með mismunandi sérþekkingu í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í því að veita sálrænan stuðning, auk annars.
Almennt felst hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum meðal annars í opnun fjöldahjálparstöðva og að sinna félagslegu hjálparstarf sem felst t.d. því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks og sálrænan stuðning á neyðarstundu.
Rauði krossinn minnir á að Hjálparsími og netspjall Rauða krossins, er alltaf opið.