Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2021 02:32 Rauðglóandi hraunið sést hér úr lofti í kvöld. Vísir/Sigurjón Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39
Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36