„Já, þetta kom mér aðeins á óvart“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 22:48 Ríkisútvarpið var vart búið að birta frétt sem byggði á viðtali við Benedikt í kvöldfréttum, þar sem hann sagðist flest benda til þess að ekki færi að gjósa að kvikan fór að leita uppá við. Stöð 2 Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur gerði því skóna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að ekki myndi gjósa en kvikan fór ekki eftir því. „Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
„Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira