Chelsea er næst seinasta liðið sem kemst í undanúrslit FA bikarsins. Þeir bláklæddu fengu Sheffield United í heimsókn á Stamford Bridge og unnu 2-0 sigur. Fyrra mark leiksins kom á 24. mínútu, en það var Oliver Norwood sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hakim Ziyech gulltrygði sigurinn í uppbótartíma.
Thomas Tuchel hafði ekki enn tapað leik eftir að hann tók við sem stjóri Chelsea. Engin breyting varð á í dag og Chelsea því komnir í undanúrslit FA bikarsins.
Ásamt Celsea eru Manchester City og Southampton komin í undanúrslit eftir leiki gærdagsins. Enn er eitt sæti laust, en Leicester og Manchester United mætast klukkan 17:00.
And that's full-time, we're off to the semi-final!#CHESHU @EmiratesFACup pic.twitter.com/RPqQyqOzfC
— Chelsea FC (@ChelseaFC) March 21, 2021