Sjáðu þegar Pogba skaut United áfram og þrennuna sem sökkti Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:31 Eftir nokkurra vikna fjarveru sneri Paul Pogba aftur í lið Manchester United í gær og skoraði sigurmarkið gegn AC Milan. getty/Jonathan Moscrop Paul Pogba var hetja Manchester United gegn AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Ekki gekk jafn vel hjá Lundúnaliðunum Tottenham og Arsenal þótt síðarnefnda liðið hafi komist áfram. Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira