„Látum oft eins og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:01 Valsmennirnir hans Finns Freys Stefánssonar eru komnir upp í 6. sæti Domino's deildar karla. vísir/hulda margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í gær og ekki síður með daginn en leikurinn á Hlíðarenda var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira
Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira
Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00
„Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01
Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11