United-menn drógust gegn spænska liðinu Granada en Arsenal mætir Slavia Prag sem sló Glasgow Rangers út í blóðugum leik í gærkvöld.
Svona líta átta liða úrslitin út:
- Granada - Manchester United
- Arsenal - Slavia Prag
- Ajax - Roma
- Dinamo Zagreb - Villarreal
Einnig var dregið til undanúrslita og ljóst að sá möguleiki er fyrir hendi að United og Arsenal mætist í úrslitaleik keppninnar. Undanúrslitin líta svona út:
- Manchester United/Granada - Ajax/Roma
- Dinamo/Villarreal - Arsenal/Slavia Prag
Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram 8. og 15. apríl. Sigurliðin komast í undanúrslit sem fara fram 29. apríl og 6. maí, en úrslitaleikurinn er í Gdansk í Póllandi þann 26. maí.

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.