Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 08:00 Glen Kamara varð illur eftir að Ondrej Kudela sagði eitthvað við hann. Þeir eru tvísaga um hvað var sagt. Getty/Ian MacNicol Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard. Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira
Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira