„Litlar líkur á öðrum eins sumardegi á Austfjörðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 07:14 Myndin er tekin á Austurland sumarið 2019 en mjög hlýtt var í landshlutanum í gær líkt og komið væri sumar. Vísir/Vilhelm Það hefur kólnað talsvert yfir landinu „og eru litlar líkur á öðrum eins sumardegi á Austfjörðum þrátt fyrir að veðrið sé í stórum dráttum svipað,“ að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Í gær var afar hlýtt á landinu og þá sérstaklega á Austurlandi þar sem mældist yfir tuttugu stiga hiti á tilteknum stöðum. Áfram er spáð vestlægri átt og súld eða rigningu á vesturhelmingi landsins en þurrt austantil. Þá snýst vindur í kvöld og nótt í vestanátt og mun stytta að mestu upp í bili en á morgun er útlit fyrir skúrir eða slydduél, einkum eftir hádegi. „Það verður áfram vætusamt sunnan og vestantil á sunnudag en eftir helgina verður vetrarlegt um að litast með hita í kringum frostmark og snjókomu eða slyddu á láglendi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðvestlæg átt 8-13 í dag, en hvassara í kringum Tröllaskaga. Rigning með köflum, en þurrt á A-landi. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast A-til. Vestlægari vindátt um tíma í nótt og dregur mikið úr úrkomu og kólnar en hægt vaxandi suðvestanátt eftir hádegi og skúrir eða slydduél vestantil. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag (vorjafndægur): Vestlæg átt 5-13 m/s. Þurrt að mestu um morguninn en súld eða rigning vestantil eftir hádegi. Bætir í úrkomu um kvöldið, en lengst af þurrt og bjart á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag: Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s. Rigning sunnan og vestantil en bjartviðri norðan og austantil. Hiti 2 til 7 stig. Vestlægari og talsverð eða mikil rigning um landið vestanvert um kvöldið og kólnar í veðri. Á mánudag og þriðjudag: Hvöss suðvestanátt með éljum, en léttskýjað NA- og A-lands. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa suðvestanátt með éljum en austlæga átt og snjókomu um landið norðanvert í fyrstu. Frost 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Sjá meira
Í gær var afar hlýtt á landinu og þá sérstaklega á Austurlandi þar sem mældist yfir tuttugu stiga hiti á tilteknum stöðum. Áfram er spáð vestlægri átt og súld eða rigningu á vesturhelmingi landsins en þurrt austantil. Þá snýst vindur í kvöld og nótt í vestanátt og mun stytta að mestu upp í bili en á morgun er útlit fyrir skúrir eða slydduél, einkum eftir hádegi. „Það verður áfram vætusamt sunnan og vestantil á sunnudag en eftir helgina verður vetrarlegt um að litast með hita í kringum frostmark og snjókomu eða slyddu á láglendi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðvestlæg átt 8-13 í dag, en hvassara í kringum Tröllaskaga. Rigning með köflum, en þurrt á A-landi. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast A-til. Vestlægari vindátt um tíma í nótt og dregur mikið úr úrkomu og kólnar en hægt vaxandi suðvestanátt eftir hádegi og skúrir eða slydduél vestantil. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag (vorjafndægur): Vestlæg átt 5-13 m/s. Þurrt að mestu um morguninn en súld eða rigning vestantil eftir hádegi. Bætir í úrkomu um kvöldið, en lengst af þurrt og bjart á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag: Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s. Rigning sunnan og vestantil en bjartviðri norðan og austantil. Hiti 2 til 7 stig. Vestlægari og talsverð eða mikil rigning um landið vestanvert um kvöldið og kólnar í veðri. Á mánudag og þriðjudag: Hvöss suðvestanátt með éljum, en léttskýjað NA- og A-lands. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa suðvestanátt með éljum en austlæga átt og snjókomu um landið norðanvert í fyrstu. Frost 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Sjá meira