Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, var í morgun endurkjörinn sem stjórnarformaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, til næstu tveggja ára. Þá var kosið um fjögur sæti meðstjórnenda, en alls buðu tólf sig fram og hafa aldrei verið fleiri.
Aðalfundur SVÞ var haldinn í Húsi atvinnulífsins í morgun.
Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 , Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku og Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Regins og Smáralinda, voru kjörn í stjórn til tveggja ára og þá var Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips, kjörinn til eins árs.
Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2021-2022:
- Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, formaður
- Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips
- Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
- Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa
- Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1
- Kjartan Örn Sigurðsson, Verslanagreining
- Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Regins og Smáralindar
Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, Elísabet Jónsdóttir hjá Löðri, og Sesselía Birgisdóttir, sem var áður hjá Póstinum en er nú komin til Haga, víkja úr stjórn.