Frá þessu segir á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, en kosið er um sjö stjórnarsæti á aðalfundinum.
Framboðsfresturinn rann út á mánudag og bárust fjórtán framboð í heildina. Eitt framboð barst þó eftir að framboðsfresturinn rann út og eitt framboð uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar Varðar um kjörgengi og voru þau því úrskurðuð ógild, að því er segir í tilkynninguni.
Jón Karl tók við formennsku í Verði árið 2018.
Eftirfarandi aðilar eru í framboði til formanns Varðar:
- Jón Karl Ólafsson
Eftirfarandi aðilar eru í framboði til stjórnar Varðar:
- Anna Hrefna Ingimundardóttir
- Ásmundur Sveinsson
- Elín Engilbertsdóttir
- Einar Hjálmar Jónsson
- Einar Sigurðsson
- Magnús Júlíusson
- Matthildur Skúladóttir
- Ólöf Skaftadóttir
- Reynir Vignir
- Rúna Malmquist
- Sigurður Helgi Birgisson
- Þórarinn Stefánsson
Pétur Andri Pétursson Dam, Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, Einar Hjálmar Jónsson, Einar Sigurðsson, Elín Engilbertsdóttir, Gunnar Páll Pálsson og Matthildur Skúladóttir skipa fráfarandi stjórn.