Stefnir í annað kjörtímabil Mark Rutte þrátt fyrir hneykslismál Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 00:05 Líklegt er að Mark Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Hollands. EPA/BART MAAT Flokkur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, er sigurvegari þingkosninga þar í landi, ef marka má útgönguspár. Fari svo mun Rutte og VVD flokkurinn líklega hefja fjórða kjörtímabil sitt við stjórnvölinn. Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað. Holland Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað.
Holland Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira