Suður-Súdan aðeins skreflengd frá hungursneyð Heimsljós 17. mars 2021 13:02 © UNHCR/Samuel Otieno Blanda af átökum, loftslagsbreytingum og COVID-19 hefur leitt til þess að matarskortur fer vaxandi í Suður - Súdan. Mannúðaráætlun fyrir Suður-Súdan var birt í gær og felur í sér lífsbjargandi stuðning við 6,6 milljónir íbúa, þar af 350 þúsund flóttamenn. Að mati stofnana Sameinuðu þjóðanna er þjóðin aðeins skreflengd frá hungursneyð en eitruð blanda af átökum, loftslagsbreytingum og COVID-19 hefur leitt til þess að matarskortur fer vaxandi í þessu yngsta þjóðríki veraldar. Ofan í kaupið eru líkur á hrikalegum flóðum í landinu líkt og á síðustu tveimur árum. Um ein milljón íbúa varð fyrir búsifjum vegna vatnselgs bæði árin. Samkvæmt áætluninni er fjárþörfin metin á 1,7 milljarða bandarískra dala – rúmlega 220 milljarða íslenskra króna. „Íbúar Suður-Súdan hafa aldrei fyrr staðið frammi fyrir meiri matvælaskorti og vannæringu frá því þjóðin hlaut sjálfstæði fyrir tíu árum,“ segir Jens Laerke talsmaður Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í mannúðarmálum (OCHA). Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) býr um 60 prósent þjóðarinnar við sult. Stofnunin hyggst ná til fimm milljóna íbúa á næstu vikum og mánuðum. Þá kemur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til með að styðja við bakið á 2,2 milljónum flóttamanna frá Suður-Súdan sem hafast við í fimm grannríkjum. Um 65 prósent flóttamanna eru börn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Suður-Súdan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent
Mannúðaráætlun fyrir Suður-Súdan var birt í gær og felur í sér lífsbjargandi stuðning við 6,6 milljónir íbúa, þar af 350 þúsund flóttamenn. Að mati stofnana Sameinuðu þjóðanna er þjóðin aðeins skreflengd frá hungursneyð en eitruð blanda af átökum, loftslagsbreytingum og COVID-19 hefur leitt til þess að matarskortur fer vaxandi í þessu yngsta þjóðríki veraldar. Ofan í kaupið eru líkur á hrikalegum flóðum í landinu líkt og á síðustu tveimur árum. Um ein milljón íbúa varð fyrir búsifjum vegna vatnselgs bæði árin. Samkvæmt áætluninni er fjárþörfin metin á 1,7 milljarða bandarískra dala – rúmlega 220 milljarða íslenskra króna. „Íbúar Suður-Súdan hafa aldrei fyrr staðið frammi fyrir meiri matvælaskorti og vannæringu frá því þjóðin hlaut sjálfstæði fyrir tíu árum,“ segir Jens Laerke talsmaður Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í mannúðarmálum (OCHA). Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) býr um 60 prósent þjóðarinnar við sult. Stofnunin hyggst ná til fimm milljóna íbúa á næstu vikum og mánuðum. Þá kemur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til með að styðja við bakið á 2,2 milljónum flóttamanna frá Suður-Súdan sem hafast við í fimm grannríkjum. Um 65 prósent flóttamanna eru börn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Suður-Súdan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent