Hollendingar að kjörborðinu í skugga heimsfaraldurs Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 08:43 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. EPA Kjörstöðum í Hollandi verður lokað í kvöld, en þingkosningar hafa staðið yfir í landinu síðan á mánudag. Forsætisráðherra landsins til tíu ára, hinn 54 ára Mark Rutte, sækist þar eftir því að framlengja stjórnartíð sína. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar, sér í lagi fólk eldra en sjötíu ára, skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna, það er á mánudag og svo í gær. Aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam er búið að koma upp sérstöðum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis er búið að koma upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Strangar sóttvarnareglur eru nú í gildi í landinu þar sem flestum verslunum hefur verið gert að loka og útgöngubann er í gildi á nóttunni. Rutte líklegastur þrátt fyrir hneykslismál Þrátt fyrir mikið hneykslismál sem upp kom fyrir um tveimur mánuðum og tengdist stjórn Rutte, benda skoðanakannanir til að íhaldsflokkur hans, VVD, muni bera sigur úr býtum í kosningunum. DW segir frá því að stór hluti Hollendinga séu ánægðir með viðbrögð stjórnar hans við heimsfaraldrinum. Þó hefur stjórn Rutte sætt nokkurri gagnrýni og verið sökuð um að hafa verið svifasein varðandi fjöldabólusetningar í landinu. Fari svo að flokkur Rutte nái flestum þingsætum í neðri deild þingsins, þar sem 150 þingmenn eiga sæti, er líklegast að honum muni takast að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Lilianne Ploumen, leiðtogi PvdA, Geert Wilders, leiðtofi Frelsisflokksins, og forsætisráðherrann Mark Rutte, leiðtogi Þjóðarflokksins fyrir frelsi og lýðræði, í kappræðum í sjónvarpssal um liðna helgi.EPA/SEM VAN DER WAL Wilders gagnrýnir útgöngubannið Kannanir benda jafnframt til þess að Frelsisflokkurinn, sem eru undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, muni áfram vera næststærsti flokkurinn á þingi. Wilders hefur harðlega gagnrýnt stefnu Rutte-stjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum við veirufaraldrinum og segir Hollendinga meðal annars hafa orðið fyrir gríðarmikilli frelsisskerðingu vegna útgöngubanns stjórnvalda. Allt síðan í janúar hefur Hollendingum verið meinað að fara út milli 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana. „Okkur er haldið föngnum heima að fyrirskipan Mark Rutte,“ hefur Wilders látið hafa eftir sér, en um tíma voru mikil fjöldamótmæli á götum Amsterdam og víðar vegna aðgerðanna. 37 flokkar bjóða fram Rúmlega 16 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Hollandi frá upphafi faraldursins, en íbúar landsins telja um 17 milljónir. Aldrei hafa fleiri flokkar áður boðið fram í hollenskum þingkosningum, en þeir eru 37 að þessu sinni. Tveir kristilegir hægriflokkar, CDA og Kristilega bandalagið, sem báðir eru samstarfsflokkar VVD, flokks Rutte, keppast um að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Líklegt má telja að Rutte muni aftur leita til þeirra flokka við myndun nýrrar stjórnar, nái VVD að tryggja sér flest atkvæði. Holland Tengdar fréttir Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar, sér í lagi fólk eldra en sjötíu ára, skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna, það er á mánudag og svo í gær. Aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam er búið að koma upp sérstöðum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis er búið að koma upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Strangar sóttvarnareglur eru nú í gildi í landinu þar sem flestum verslunum hefur verið gert að loka og útgöngubann er í gildi á nóttunni. Rutte líklegastur þrátt fyrir hneykslismál Þrátt fyrir mikið hneykslismál sem upp kom fyrir um tveimur mánuðum og tengdist stjórn Rutte, benda skoðanakannanir til að íhaldsflokkur hans, VVD, muni bera sigur úr býtum í kosningunum. DW segir frá því að stór hluti Hollendinga séu ánægðir með viðbrögð stjórnar hans við heimsfaraldrinum. Þó hefur stjórn Rutte sætt nokkurri gagnrýni og verið sökuð um að hafa verið svifasein varðandi fjöldabólusetningar í landinu. Fari svo að flokkur Rutte nái flestum þingsætum í neðri deild þingsins, þar sem 150 þingmenn eiga sæti, er líklegast að honum muni takast að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Lilianne Ploumen, leiðtogi PvdA, Geert Wilders, leiðtofi Frelsisflokksins, og forsætisráðherrann Mark Rutte, leiðtogi Þjóðarflokksins fyrir frelsi og lýðræði, í kappræðum í sjónvarpssal um liðna helgi.EPA/SEM VAN DER WAL Wilders gagnrýnir útgöngubannið Kannanir benda jafnframt til þess að Frelsisflokkurinn, sem eru undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, muni áfram vera næststærsti flokkurinn á þingi. Wilders hefur harðlega gagnrýnt stefnu Rutte-stjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum við veirufaraldrinum og segir Hollendinga meðal annars hafa orðið fyrir gríðarmikilli frelsisskerðingu vegna útgöngubanns stjórnvalda. Allt síðan í janúar hefur Hollendingum verið meinað að fara út milli 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana. „Okkur er haldið föngnum heima að fyrirskipan Mark Rutte,“ hefur Wilders látið hafa eftir sér, en um tíma voru mikil fjöldamótmæli á götum Amsterdam og víðar vegna aðgerðanna. 37 flokkar bjóða fram Rúmlega 16 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Hollandi frá upphafi faraldursins, en íbúar landsins telja um 17 milljónir. Aldrei hafa fleiri flokkar áður boðið fram í hollenskum þingkosningum, en þeir eru 37 að þessu sinni. Tveir kristilegir hægriflokkar, CDA og Kristilega bandalagið, sem báðir eru samstarfsflokkar VVD, flokks Rutte, keppast um að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Líklegt má telja að Rutte muni aftur leita til þeirra flokka við myndun nýrrar stjórnar, nái VVD að tryggja sér flest atkvæði.
Holland Tengdar fréttir Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33