„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2021 06:30 Það hefur verið tiltölulega rólegt á Reykjanesskaganum í nótt þótt mörg hundruð skjálftar hafi engu að síður mælst. Aðeins þrír þeirra hafa verið yfir þremur. Vísir/Vilhelm Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira