Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2021 09:27 Jeanine Áñez þegar hún var flutt í kvennafangelsi í La Paz. Hún er í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn á því hvort hún hafi átt þátt í valdaráni stendur yfir. Vísir/EPA Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek. Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek.
Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19