Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2021 09:27 Jeanine Áñez þegar hún var flutt í kvennafangelsi í La Paz. Hún er í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn á því hvort hún hafi átt þátt í valdaráni stendur yfir. Vísir/EPA Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek. Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek.
Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19