Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:01 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. VÍSIR/SKJÁSKOT Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. „Við höfum fengið aðeins af svoleiðis tilboðum, eins og sumarbústaði, fólk sem á sumarbústaði vill af góðmennsku sinni og manngæsku bjóða þá fram. Þeir sem eru tilbúnir til þess eru auðvitað boðnir velkomnir til þess að hafa samband við okkur hjá Grindavíkurbæ,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hvetur hóteleigendur til þess að hafa samband við bæinn svo hægt sé að bjóða Grindvíkingum hótelherbergi annars staðar á landinu á hagstæðu verði. „Líka vil ég nefna það að hóteleigendur sem að vilja koma með okkur að þessu verkefni, þeir hafi samband og við reynum að finna út hagstæð verð fyrir alla,“ segir Fannar. Til tals að aðstoða fólk að komast annað Grindvíkingar hafa óskað eftir því að stjórnvöld, sveitarfélagið eða ríkið, komi að því að finna húsnæði annars staðar á landinu fyrir íbúa. Fannar segir það hafa komið til tals en því miður eigi þess ekki allir kosts. „Þetta hefur komið til tals og er eitt af því sem við viljum skoða og koma til móts við íbúa okkar. Það eiga þess ekki allir kosts en sumir hafa leitað uppi hagstæð tilboð á hótelum einhvers staðar fjarri Grindavík og aðrir hafa komið sér fyrir yfir nóttina hjá vinum og ættingjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fannar. „Við viljum vissulega reyna að finna leiðir til þess að fólkinu okkar líði ekki svona illa,“ segir hann. Hann segist skilja vel að bæjarbúar finni smá sálarró bara við það að komast í burt yfir helgi. „Sérstaklega þegar það nær ekki nætursvefni nótt eftir nótt og er haldið kvíða dagana á milli, þá er þetta auðvitað lýjandi og slítandi. Ég skil þetta mjög vel að fólk vilji breyta um umhverfi.“ Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51 Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
„Við höfum fengið aðeins af svoleiðis tilboðum, eins og sumarbústaði, fólk sem á sumarbústaði vill af góðmennsku sinni og manngæsku bjóða þá fram. Þeir sem eru tilbúnir til þess eru auðvitað boðnir velkomnir til þess að hafa samband við okkur hjá Grindavíkurbæ,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hvetur hóteleigendur til þess að hafa samband við bæinn svo hægt sé að bjóða Grindvíkingum hótelherbergi annars staðar á landinu á hagstæðu verði. „Líka vil ég nefna það að hóteleigendur sem að vilja koma með okkur að þessu verkefni, þeir hafi samband og við reynum að finna út hagstæð verð fyrir alla,“ segir Fannar. Til tals að aðstoða fólk að komast annað Grindvíkingar hafa óskað eftir því að stjórnvöld, sveitarfélagið eða ríkið, komi að því að finna húsnæði annars staðar á landinu fyrir íbúa. Fannar segir það hafa komið til tals en því miður eigi þess ekki allir kosts. „Þetta hefur komið til tals og er eitt af því sem við viljum skoða og koma til móts við íbúa okkar. Það eiga þess ekki allir kosts en sumir hafa leitað uppi hagstæð tilboð á hótelum einhvers staðar fjarri Grindavík og aðrir hafa komið sér fyrir yfir nóttina hjá vinum og ættingjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fannar. „Við viljum vissulega reyna að finna leiðir til þess að fólkinu okkar líði ekki svona illa,“ segir hann. Hann segist skilja vel að bæjarbúar finni smá sálarró bara við það að komast í burt yfir helgi. „Sérstaklega þegar það nær ekki nætursvefni nótt eftir nótt og er haldið kvíða dagana á milli, þá er þetta auðvitað lýjandi og slítandi. Ég skil þetta mjög vel að fólk vilji breyta um umhverfi.“
Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51 Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
„Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51
Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31
Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03