Innlent

Bein út­­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Skjálftar og kórónuveiran eru enn í aðalhlutverki í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt verður við sérfræðing frá Veðurstofu Íslands í beinni útsendingu um nýjustu vendingar á Reykjanesi, kvikusöfnun er enn í gangi og ný spenna safnast upp um leið.

 Við ræðum við Grindvíkinga og bæjarstjórann um hvort hægt sé að aðstoða fólk við að fá svefnfrið - til að mynda leigja hótel eða húsnæði sem er ekki á jarðskjálftasvæði.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um fermingar sem eru á næsta leyti. Verður hægt að halda fermingarveislu eins og staðan er á kórónuveirufaraldrinum í dag? Prestar eru að minnsta kosti við öllu búnir, með plan b, c og d.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Fjallað verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í fréttatímanum. Lagið um Húsavík fékk tilnefningu og íslenska teiknimyndin Já-fólkið.

      Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttapakka kl. 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 

      Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×