Við ræðum við Grindvíkinga og bæjarstjórann um hvort hægt sé að aðstoða fólk við að fá svefnfrið - til að mynda leigja hótel eða húsnæði sem er ekki á jarðskjálftasvæði.
Í fréttatímanum fjöllum við einnig um fermingar sem eru á næsta leyti. Verður hægt að halda fermingarveislu eins og staðan er á kórónuveirufaraldrinum í dag? Prestar eru að minnsta kosti við öllu búnir, með plan b, c og d.
Fjallað verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í fréttatímanum. Lagið um Húsavík fékk tilnefningu og íslenska teiknimyndin Já-fólkið.
Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttapakka kl. 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.