Loftgæði í Beijing mjög hættuleg Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. mars 2021 08:48 Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Getty Gríðarleg loftmengun er nú í kínversku höfuðborginni Beijing en öflugur sandstormur blæs yfir borgina og eykur enn á þá miklu mengun sem fyrir er venjulega í stórborginni. Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra. Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra.
Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila